Notandaskilmálar Splitti

1. Inngangur

Þessir skilmálar eru bindandi samningur milli notanda („Notandi”, „þú”, “Fyrirtæki eða viðskiptamaður sem nýtir sér þjónustu Splitti ehf.”) og Splitti ehf., kt. 680319-1540, með lögheimili að Skútuvogi 3, 104 Reykjavík (”Splitti ehf” ,“þjónustan,”) og taka á notkun þinni á þjónustum Splitti ehf, meðal annars vefsíðum, hugbúnaði og öðrum vörum og þjónustum (sameiginlega kallað “Þjónustan”). Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú að vera bundin af þessum viðskiptaskilmálum, gagnavinnslu samningi og persónuverndarstefnu Splitti ehf.

2. Samþykki notkunarskilmála

Með því að nota þjónustuna, samþykkir þú að hlýta þessum skilmálum. Orðin „þú“ og „notandi“ í öllum beygingarmyndum sem fram koma í þessum skilmálum vísa til notanda. Þeir aðilar sem hyggjast nýta sér þjónustu Splitti ehf verða að lesa þessa skilmála og samþykkja. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefsvæði splitti.is eins og vefurinn kemur notendum fyrir sjónir á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma. Áður en þú lest áfram ættir þú að prenta út og vista eintak af skilmálum þessum.

3. Persónuvernd

Við skráningu er gerð krafa um að ákveðnar persónuupplýsingar notenda og starfsmanna notanda séu gefnar upp, s.s. nafn, kennitala, heimilisfang og netfang. Notandi samþykkir sérstaklega að öll símtöl sem eiga sér stað milli starfsmanna Splitti ehf og notanda kunni að verða hljóðrituð, án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, í þeim tilgangi að varðveita heimildir um samskipti milli aðila. Upptökur fara fram samkvæmt heimild í 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Viðskiptavinur samþykkir að Splitti ehf megi nota slíkar hljóðritanir í dómsmáli, m.a. gegn viðskiptavini. Splitti ehf ber enga ábyrgð á því ef símtal hefur ekki verið hljóðritað, enda ábyrgist Splitti ehf ekki að öll símtöl séu hljóðrituð.

Splitti ehf starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Nánar vísast til persónuverndarstefnu Splitti ehf.

4. Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar notenda.

Notendur eru ábyrgir fyrir því að tryggja leynd lykilorða starfsmanna sinna sem gerir þeim mögulegt, ásamt notandanafni þeirra, að innskrá sig á splitti.is. Með því að láta Splitti ehf í té netfang sitt samþykkja þeir að Splitti ehf megi, þegar nauðsyn krefur, senda notendum tilkynningar á netfang þeirra í tengslum við aðgang þeirra að þjónustunni.

Notandanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem notendur kunna að láta Splitti ehf í té teljast til „aðgangsupplýsinga“ notenda. Réttur notenda til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þá og þeim er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars einstaklings eða lögaðila.

Notendum er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi. Notendum er þó heimilt að veita aðilum sem þeir hafa falið gerð reikninga eða skráningu bókhalds aðgangsupplýsingar sínar, á eigin ábyrgð. Ef notandi verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar sínar, samþykkja þeir að gera Splitti ehf strax viðvart með því að senda tölvupóst á security@splitti.is

5. Greiðsluþjónusta

Splitti ehf skal veita notanda stoðþjónustu við greiðsluþjónustu ásamt að hafa milligöngu um umsóknir til greiðslustofnanna fyrir hönd notanda.

Notandi skal afhenda Splitti ehf öll umbeðin gögn fyrir umsóknir til greiðslustofnanna. Splitti hefur rétt til að afla allra nauðsynlegra gagna fyrir umsóknir og geyma til innanhússnota.

Splitti ehf hefur rétt á að hafna umsókn ef gögn eru ófullnægjandi eða ef notandi stenst ekki áhættumat. Splitti ehf ber skylda til að viðhalda gögnum um notanda með tilliti til laga nr 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja.

Notandi skal ávallt fara eftir rammasamningum og gildandi skilmálum viðkomandi greiðslustofnunar ásamt gildandi skilmálum greiðsluþjónustu.

Splitti ehf skal aðstoða notanda við uppsetningu og notkun á stoðþjónustu og greiðsluþjónustum viðkomandi greiðslustofnanna.

Splitti ehf ber ábyrgð á kortaupplýsingum sem fara í gegnum sína þjónustu á meðan á því stendur og skal uppfylla viðeigandi kröfur um upplýsingaöryggi (t.a.m. PCI-DSS) eftir fremsta megni og því sem eðlilegt getur talist.

Splitti ehf skal, sé þess óskað, veita notanda aðgang að gögnum um öryggi og meðferð kortaupplýsinga.

Notandi skuldbindur sig til að tryggja að allt starfsfólk á hans vegum, sem taka á við kortagreiðslum, hafi fengið kynningu á skilmálum rammasamningsins og nauðsynlega þjálfun í tengslum við hann.

Nánar vísast til rammasamnings milli notanda og greiðslustofnanna ásamt notkunarleiðbeininga varðandi viðtöku greiðslukorta viðkomandi greiðslustofnunnar.

Notandi skal ávallt uppfylla kröfur kortafyrirtækja og greiðslustofnanna.

Notandi skal jafnóðum tilkynna Splitti ehf skriflega um allar breytingar sem verða á rekstri hans frá gerð samnings. Hér er m.a. átt við breytingar sem varða eignarhald söluaðila auk breytinga á stjórn, framkvæmdastjóra/daglegum stjórnanda, prókúruhafa, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri, bankareikningi, netfangi, notkun á ytri þjónustuaðila eða aðrar breytingar á aðstæðum.

Um áhrif þess að notandi tilkynnir Splitti ehf ekki breytingar samkvæmt þessum kafla vísast til kafla 13.

6. Eftirlit og upplýsingaskylda

Splitti ehf skal hafa eftirlit með notkun notanda á þjónustunni, þar með talið eftirlit á verslun og vefsíðum notanda, og er skylt að upplýsa greiðslustofnanir um brot notanda á skilmálum.

Splitti ehf ber skylda til að viðhalda gögnum um notanda með tilliti til laga nr 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Splitti er heimilt að tilkynna viðeigandi stjórnvöldum ef grunur leikur á um refsiverða háttsemi af hálfu notanda.

Notandi skal án tafar, sé þess óskað, afhenda Splitti ehf afrit af viðurkenndum persónuskilríkjum og eftir atvikum öðrum gögnum sem sanna hver viðskiptamaður og raunverulegur eigandi notanda er.

Sé þess óskað hefur Splitti ehf heimild til að afhenda greiðslustofnun upplýsingar notanda.

7. Skráning misnotaðra eða uppsagðra rammasamninga

Ef rekja má samningslok til meiri háttar vanrækslu notanda eða til þess að notandi hafi opnað fyrir eða átt þátt í einhvers konar misnotkun, er Splitti ehf skylt að tilkynna viðkomandi notanda til greiðslustofnanna. Þetta á við hvort sem Splitti ehf eða notandi hefur sagt upp rammasamningi eða Splitti ehf. hefur rift honum.

Jafnframt hefur Splitti ehf. rétt á að skrá upplýsingar um notanda til innanhússnota.

8. Þagnarskylda

Allar upplýsingar sem varða samningssamband notanda og Splitti ehf skulu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Skylda til að fara með upplýsingar sem trúnaðarmál gildir, nema leiði af lögum, fyrirmælum opinberra aðila eða stjórnvaldsákvörðunum að skylt sé að veita upplýsingar, eða ef upplýsingarnar eru þegar almennt þekktar og aðgengilegar á markaði og þar sé ekki vanrækslu hins aðilans um að kenna.

Notanda ber ennfremur skylda til að virða ákvæði þagnarskyldu í skilmálum greiðslustofnanna ef við á.

Notanda er undir öllum kringumstæðum óheimilt að gefa upp greiðslukorta- og/eða færsluupplýsingar til annarra, nema nauðsyn krefji þess t.d. í tengslum við leiðréttingu á færslum, við löggæslu eða ef slíkt leiðir af ófrávíkjanlegri löggjöf.

Splitti ehf hefur rétt til að miðla upplýsingum um innihald rammasamnings, færslur notanda o.fl. til greiðslustofnanna og/eða til yfirvalda jafnvel eftir að rammasamningur rennur út.

9. Þóknun Splitti

Þóknun Splitti ehf er í samræmi við undirritaðan samning. Annars vísast til gildandi verðskrá hverju sinni og ábyrgist Splitti ehf. að rétt gjaldskrá er alltaf aðgengileg á vefnum splitti.is. Fyrsta hvers mánaðar sendir Splitti ehf út reikninga fyrir notkun undangengin mánuð, sem dæmi eru reikningar sendir út 1. júní fyrir notkun í maí mánuði.

Splitti ehf. getur breytt rammasamningum, þ.m.t. umsaminni þóknun, með 30 daga fyrirvara. Fyrirvarinn getur verið skemmri ef breytingin byggist á kröfum frá opinberum aðilum og/eða greiðslustofnunum eða er til komin vegna mikilvægra öryggisþátta.

Þegar samningum er breytt, telst hann samþykktur nema notandi tilkynni Splitti ehf. með sannanlegum hætti, eigi síðar en fyrir þann dag sem breytingunum er ætlað að taka gildi, að hann óski eftir að vera ekki bundinn af þeim. Í slíkum tilvikum telst rammasamningur, við gildistöku breytts samnings, fallinn úr gildi. Það athugist að fyrirframgreidd áskrift og mánaðargjöld eru ekki endurgreidd.

11. Opinber umfjöllun

Í kynningarskyni er Splitti ehf. heimilt að nafngreina tiltekinn notanda opinberlega sem einn af viðskiptamönnum sínum, án sérstaks samþykkis hans, þ.m.t. að senda út fréttatilkynningar, birta auðkenni viðkomandi notanda(lógó) o.fl.þ.h. Splitti ehf. er jafnframt heimilt að senda viðskiptamönnum sínum fréttabréf og fréttatilkynningar t.d. á uppgefin netföng viðskiptamanna.

#12. Takmörkun ábyrgðar Splitti ehf ber enga ábyrgð óþægindum eða tjóni, beinu og óbeinu, sem kann að orsakast af tæknilegum bilunum eða villum í hugbúnaði, stýrikerfum, netkerfum, fjarskiptakerfum (þ. á m. símum, faxtækjum og hliðstæðum búnaði), rofi eða truflunum slíkum kerfum, rafmagnsleysi, bilunum og truflunum í tækjum og vélbúnaði hvort sem slíkur búnaður er í eigu Splitti ehf eða notaður af Splitti ehf eða af hálfu annarra.

Splitti ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

13. Lokun aðgangs, gildistími og breytingar á skilmálum

Splitti áskilur sér rétt til þess að grípa til hvaða aðgerða sem teljast nauðsynlegar til að bregðast við brotum gegn skilmálum þessum, þ.m.t. tafarlausrar lokunar á aðgangi notanda.

Splitti ehf áskilur sér rétt til þess að loka einhliða aðgangi notanda (eftir atvikum að eyða aðgangi) að splitti.is hvenær sem er, og án fyrirvara. Þegar Splitti ehf metur að grípa þurfi til slíkra aðgerða verður notanda gert viðvart um þá ákvörðun og send tilkynning þess efnis á netfangið sem notandi gaf upp við skráningu. Sem dæmi um slík tilfelli er t.d. ef notandi verður uppvís að misnotkun á kerfi Splitti ehf, ef notandi hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef notandi hefur hegðað sér á þann hátt að augljóst er að notandi ætli ekki eða geti ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Splitti ehf sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda. Splitti ehf sendir út reikninga til viðskiptavina sinna 1. hvers mánaðar vegna notkunar fyrir mánuðinn þar á undan, sbr. 8. gr. skilmála þessa. Krafan fellur á eindaga sjö dögum eftir útgáfu hennar og sé krafan ekki greidd innan 15 daga eftir eindaga er Splitti ehf heimilt að loka aðgangi notanda þar til greiðsla berst.

#1 4. Gildistími skilmála og breytingar á skilmálum Splitti ehf áskilur sér rétt til að að breyta þessum viðskiptaskilmálum og bæta við þá hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Ef um er að ræða breytingar sem eru ekki til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar skal tilkynna notendum um þær með tryggum hætti með minnst sjö daga fyrirvara fyrir gildistöku breytinganna.

15. Ágreiningur aðila og lögsaga

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði samningsskilmála þessara, eða samnings sem gerður er á grundvelli þeirra, verður metið andstætt lögum af þar til bæru yfirvaldi eða dómur telur að víkja beri frá því á einhvern hátt, skal það ákvæði teljast ógilt en samningsskilmálarnir að öðru leyti standa óbreyttir og gilda milli Splitti ehf og notanda. Notandi samþykkir að þótt Splitti ehf. nýti sér ekki rétt sinn samkvæmt skilmálum þessum megi ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi lagalegur ágreiningur út af skilmálum þessum skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.