Lausnir fyrir kínverska markaðinn

Áskoranir kínverska markaðsins

Þróun markaðsaðstæðna frá vestrænum til austrænna viðskiptavina fylgja nýjar áskoranir fyrir rekstraraðila:

Greiðslur

Margar greiðsluleiðir sem vestræni heimurinn þekkir eru ekki í boði í Kína. Þar ráða Alipay og WeChat Pay ríkjum.

Markaðssetning á bak við Kínamúrinn

Öflugur eldveggur kínverskra stjórnvalda í Kína takmarkar aðgengi að vestrænum miðlum á borð við Google, Facebook, Instagram og Twitter.

Samskipti

Kínversk menning er frábrugðin íslenskri og öðrum vestrænum menningum. Venjur eru aðrar og tungumálið er erfitt. Kínverjar tala oft ekki skiljanlega ensku.

Greiðslur frá Kínverjum

Kínverjar eru takmörkunum háðir og mega aðeins taka með sér $10.000 út úr landi. Alipay notandinn getur hins vegar daglega verslað fyrir uþb $8.500 og WeChat Pay notandinn daglega fyrir uþb $1.500.


Splitti Universal greiðslukerfið er fullkomin fjártæknilausn til að taka á móti greiðslum. Í boði fyrir fyrirtæki á öllum 26 löndum evrópska efnahagssvæðisins og þú getur tekið við öllum helstu debit- og kreditkortum ásamt Alipay og WeChat Pay.

Vertu sýnilegur innan kínverska eldveggins

Vefurinn gegnir öðrum lögmálum í Kína en þeirra túlkun er að síður sem eru aðgengilegar í Kína skulu fara eftir kínverksum lögum.


Splitti aðstoðar þig við að uppfylla kröfur kínverskra stjórnvalda þannig síða fyrirtækisins þíns sé aðgengileg frá Kína.

Uppsetning og leitarvélarbestun vefverslunar á kínversku

Þverfaglegt markaðsteymi þýðir og staðfærir vörulýsingar yfir á kínversku, og bestar fyrir kínverskar leitarvélar.

WeChat Official Account

Uppsetningarferli fyrirtækjasíðu á WeChat er flókið og fer fram á kínversku.


Láttu Splitti sjá um uppsetningu á WeChat aðganginum þínum.

Umsýsla samskipta

Úthýstu samskiptum til okkar og láttu vel þjálfað teymi, sem talar m.a. kínversku, sjá um samskipti við kúnnann.

Fjartenging í þitt rekstrarumhverfi veitir teyminu rauntímaupplýsingar um vöruframboð og annað sem skiptir máli.

Hefurðu heyrt nóg?


Sendu okkur línu og við verðum í bandi.